Innlent

Færa þarf tímabundnar fórnir

Færa þarf tímabundnar fórnir til að hægt verði að byggja upp þorskstofninn að mati sjávarútvegsráðherra. Ekki er hægt að búa við það að ekkert miði í uppbyggingu stofnsins. Þetta sagði Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, í sjómannadagsávarpi sínu. Taka þarf ákvarðanir til lengri tíma og það kallar á fórnir. Einar greindi einnig frá niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var meðal sjómanna. Niðurstöður hennar sýna að hátt í nítíu prósent sjómanna hafa bæði ánægju og eru stoltir af starfi sínu. Tveir af hverjum þremur þeirra hyggjast vera til sjós næstu tvö til fimm ár eða lengur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×