Innlent

Svissneska farþegaþotan enn í Keflavík

MYND/Vísir

Swiss Air farþegaþotan, sem lenti óvænt á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi eftir að annar hreyfill hennar bilaði þegar hún var stödd skammt frá landinu á leiði sinni til Bandaríkjanna, er enn á flugvellinum. Sextíu manns sem voru um borð gistu í Keflavík og víðar í nótt, en ekki liggur fyrir hvort fólkið bíður þess að viðgerð á þotunni ljúki eða hvort flugfélagið sendir aðra þotu eftir því. Viðbúnaðaur var á vellinum þegar þotan lenti, eins og ávallt er í viðlíka tilvikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×