Innlent

Fallist á kröfu verjenda í Baugsmálinu

Fallist var á kröfu verjenda í Baugsmálinu þess efnis að fá að spyrja matsmenn sérstaks saksóknara um tölvupóst sem sönnunargögn. Að sögn Jakobs R. Möllers, verjanda Tryggva Jónssonar, hefur niðurstaða dómsins mikla þýðingu fyrir vörn ákærðu.

Málið snýst aðallega um tölvupóstsamskipti ákærðu við Jón Gerald Sullenberger sem eingöngu hafa fundist í tölvu Jóns Geralds. Sérstakur saksóknari í málinu fékk matsmenn til að meta það hvort tölvupóstur þessi og önnur gögn úr tölvu Jóns Geralds væru áreiðanleg sem sönnunargögn. Verjendur Jóns Ásgeirs Johannessonar, Kristínar Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssonar drógu matið í efa og fóru fram á það við héraðsdóm að fá að leggja spurningar fyrir matsmennina og verða svörin sem fást lögð fyrir málunum gegn þremenningunum sem nú eru til meðferðir annars vegar í héraðsdómi og hins vegar í Hæstarétti. Niðurstaða dómsins kom verjanda Tryggva Jónssonar ekki á óvart en hafa mjög mikla þýðingu fyrir mat á tölvupóstsamskipti sem sönnunargögn.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×