Innlent

Fimm fallhlífastökkvarar stukku úr flugvél yfir Hvannadalshnjúki

Fimm fallhífastökkvarar á vegum Landsbjargar stukku úr flugvél til að koma fólkinu til bjargar sem lenti í snjóflóðinu á Hvannadalshnjúk um hádegi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem björgunarmenn stökkva í fallhlíf úr flugvél í björgunaraðgerðum á Íslandi. Enn á eftir að henda út búnaði fyrir björgunarmennina en þeir munu ganga á slysstaðinn. Þyrla Landhelgisgsæslunnar gat ekki lent á slysstað fyrr í dag. Aðstæður hafa nú breyst en tveir björgunarmenn stukku úr þyrlunni út veggja metra hæð nærri slysstað nú skömmu fyrir fréttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×