Innlent

Ólafur Ragnar haldinn til Litháen

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hélt til Litháen í morgun. Þar í landi ætlar hann meðal annars að taka þátt í ársþingi samtakanna Evrópskar borgir gegn fíkniefnum. Þegar hafa um það bil tuttugu borgir í Evrópu staðfest þátttöku í verkefninu.



Síðdegis á forsetinn fund með Valdas Adamkus forseta Litháen. Á morgun ætlar hann svo að taka þátt í viðamikilli dagskrá sem helguð er samstarfi íslenskra og litháískra fyrirtækja á ýmsum sviðum.



1. júní hyggst Ólafur svo ræða við sérfræðinga og áhrifaaðila úr Evrópu og kynna sér aðferðir sem reynst hafa vel í baráttunni gegn fíkniefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×