Innlent

Mennirnir þrekaðir og einn fótbrotinn

Frá mælingum á Hvannadalshnjúk á síðasta ári.
Frá mælingum á Hvannadalshnjúk á síðasta ári. MYND/Vísir

Fimm manns lentu í snjóflóði á Hvannadalshnjúki um hádegisbilið, nánar titekið milli Dyrhamars og hnjúksins. Samkvæmt heimildum Landhelgisgæslunnar eru þrír manna eitthvað slasaðir og meðal annars talið að einn þeirra sé fótbrotinn. Þeir eru þrekaðir eftir að hafa lent í snjóflóðinu og talið nauðsynlegt að sækja þá hið fyrsta.

 

Áhöfn annarrar þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-Lífar, var því kölluð út klukkan 12:44 og fór þyrlan í loftið rúmum hálftíma síðar. Einnig er búið að kalla út áhöfn á Syn, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, en fyrirhugað er að senda hana með fallhlífarsveitarmenn frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg á Hnjúkinn. Áætlað var að þyrlan yrði á staðnum um kl. hálf þrjú, eða í þessum töluðu orðum.

Talið er að mennirnir hafi runnið um 300 metra með flóðinu en þeir höfðu sjálfir samband um talstöð. Veður er ágætt á vettvangi, heiðskýrt og hægur vindur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×