Innlent

Kemur til greina að endurvekja R-listann

MYND/Gunnar

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, segir vel koma til greina að endurvekja Reykjavíkurlistann fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2010. Þetta kom fram í umræðum forystumanna stjórnmálaflokkanna á NFS og Stöð 2 að loknum kvöldfréttum í kvöld.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, tók í sama streng og ítrekaði þá skoðun sína að slit Reykjavíkurlistasamstarfsins hefðu verið mistök. Það hefði verið aumingjaskapur að hálfu R-listaflokkanna að láta ekki á það reyna í nýliðnum kosningum hvort kjósendur höfnuðu frekara samstarfi flokkanna eða ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×