Innlent

Helgimyndir í Hallgrímskirkju

Roðagylltar helgimyndir skreyta veggi Hallgrímskirkju þessa dagana. Sýning á balkönskum íkonum var opnuð þar í gær og stendur í heilan mánuð. Verkin eru eftir leikmenn í íkonagerð frá Balkanlöndunum, bæði karla og konur.

Íkonar eru skreytilist sem einkennir rétttrúnaðarkirkjuna. Þeir sýna persónur Biblíunnar, oftar en ekki í nærmynd. Algengust eru Jesú og María mey. Hefðbundnir íkonar eru mjög skrautlegir og gullskreyttir en á sýningunni eru líka einfaldari og og nýtískulegari íkonar. Sýningin verður opin til 24. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×