Innlent

Eyþór Arnalds heldur sæti sínu sem oddviti

Eyþór Arnalds var að vonum kátur í gærkvöldi þegar fyrstu tölur úr Árborg voru birtar. Staða hans og flokksins fyrir kosningarnar var óljós en nú liggur fyrir að hann haldi sæti sínu sem oddviti flokksins. Mikil óvissa ríkti í Árborg í gærkvöldi um hvaða áhrif ölvunarakstur oddvita flokksins myndi hafa á úrslit kosninganna.

Langt var síðan að síðasta skoðanakönnun um stöðu flokkanna í sveitarfélaginu var birt en fyrir kvöldið örlagaríka í lífi Eyþórs Arnaldds höfðu kannanir sýnt mikla aukningu á fylgi Sjálfstæðisflokksins.Það mátti lesa úr andlitum sjálfstæðismanna að þeir ættu á öllu von og þegar nær dróg að fyrstu tölur yrðu birtar mátti finna hve ókyrrðin færðist yfir mannskapinn.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×