Innlent

Alvarleg líkamsáras í Hafnarstræti í morgun

Rólegt var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt þótt mikill fjöldi fólks væri í bænum að skemmta sér. Ein líkamsárás var þó tilkynnt í morgun um klukkan hálf sjö, þar sem maður var barinn í Hafnastræti og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild alvarlega slasaður.

Fjórir einstaklingar voru handteknir skömmu síðar sem talið er að hafa átt þátt í árásinni. Alvarlegt umferðaslys varð á Sandgerðisvegi í nótt þar sem þrennt var flutt alvarlega slasað á slysadeild. Að sögn vakthafandi læknis er líðan þeirra eftir atvikum, að öðru leiti var nóttin róleg í umdæmi lögreglunnar í Keflavík.

Mjög ölvað par var handtekið í Hafnafirði klukkan tvö í nótt þar sem það var á gangi með þriggja ára gamalt barn sitt. Félagsmálayfirvöld komu barninu fyrir hjá fjölskyldu barnsins, en móður var sleppt eftir yfirheyrslur en faðirinn gistir enn fangageymslur. Mikill erill var hjá lögreglunni í Vík í tengslum við Fjölmennt mótorkrossmót var haldið var í nágrenni Kirkjubæjarklausturs og fór það vel fram fyrir utan nokkur minniháttar óhöpp í keppninni sjálfri.

Rólegt var að mestu hjá öllum umdæmum lögreglunnar á landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×