Innlent

Akureyrin EA-110 er á leið til Hafnarfjarðar

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar kemur á vettvang. Togarinn Júlíus Geirmundsson sem kom fyrstur til hjálpar sést einnig á myndinni ásamt Akureyrinni.
TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar kemur á vettvang. Togarinn Júlíus Geirmundsson sem kom fyrstur til hjálpar sést einnig á myndinni ásamt Akureyrinni. Mynd/Heiða

Akureyrin EA-110 er á leið til Hafnarfjarðar og reiknað er með að skipið verði þar um klukkan 09:30 í fyrramálið, 28.5. Fjórir slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru á brunavakt um borð og sigmaður frá Landhelgisgæslunni. Togarinn Júlíus Geirmundsson fylgir skipinu eins og er, og varðskipið Óðinn tekur síðan við og fylgir skipinu til hafnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×