Innlent

Ekki skylt að vera í björgunarvestum

Farþegar um borð í skipum eða bátum þurfa ekki að vera í björgunarvestum á meðan á sjóferð stendur. Í lögum er aðeins gert ráð fyrir því að farþegar viti hvar björgunarbúnað er að finna og hvernig hann skuli notaður.

Eins og við sögðum frá í gær þá fékk farþegaskipið Víkingur á sig brot við Vestmannaeyjar en um borð voru meðal annarra nemendur úr Seljalandsskóla. Í samtali við einn nemenda bekkjarins kom fram að farþegarnir voru ekki í björgunarvestum.

Þetta vakti þónokkra undrun þeirra sem á horfðu. Hvers vegna er farið með börn út á sjó án þess að þau séu í björgunarvestum. Þegar lög og reglugerðir um farþegaskip eru skoðuð kemur í ljós að það er ekki skilt að vera í slíkum vestum aðeins að farþegum sé kynnt notkun þeirra og hvar þau eru að finna.

Önnur spurning sem vaknaði við óhapp Víkings í gær var hvort skipstjórinn hefði ekki átt að átta sig á þeirri hættu sem að bátnum steðjaði. Svo var þó ekki því brotsjór getur lent á skipi öllum að óvörum og er hægt að lýsa hegðun þessa fyrirbæris við hegðun loftsteins það er gæti skollið á mann alveg að óvörum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×