Innlent

TF-Líf sækir tvo göngumenn á Esjuna

Tveir göngumenn slösuðust í Esjuhlíðum á fjórða tímanum í dag. Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu, ásamt Kyndli og Kili voru kallaðar út. Búið er að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, og er hún á leiðinni. Björgunarsveitarmenn vinna nú að því að koma flytja fólkið á betri stað svo hægt sé að síga eftir fólkinu úr þyrlunni. Ekki er vitað um meiðsl á fólkinu en þau kenndu sér eymsla í baki og ökla. Talið er að þau hafi slasast þegar þau runnu í skriðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×