Innlent

TF-Líf sótti slasaðan mann í Úthlíð

TF-Líf.
TF-Líf. Mynd/Vísir

TF-Líf sótti slasaðann mann í Úthlíð í Biskupstungum um kvöldmatarleitið. Maðurinn stjórnaði krana og var að hýfa upp veggeiningu þegar festing gaf sig með þeim afleiðingum að veggurinn féll á manninn. Talið er að maðurinn hafi mjaðmagrindarbrotnað og lærbeinsbrotnað en hann var fluttur með skyndi á slysadeild Landspítalans- í Fossvogi. Þá öklabrotnaði einnig vinnufélagi mannsins þegar planki við veggeininguna féll á hann. Sá maður var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×