Innlent

Selja Garðbæingum niðurgreitt vatn?

Garðabær og nágrenni
Garðabær og nágrenni MYND/Vísir

Kópavogsbær hefur samþykkt að selja Garðbæingum vatn næstu fjörutíu árin - á niðurgreiddu verði að því er fulltrúi Samfylkingar í bæjarstjórn heldur fram. Samningurinn var samþykktur á bæjarstjórnarfundi í gær með atkvæðum allra fulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Hafsteinn Karlsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, segir Garðbæinga borga langt undir raunverði fyrir vatnið. Mismuninn greiði Kópavogsbúar, auk þess sem þeir sjálfir séu látnir borga fullt verð fyrir vatnið úr sinni eigin vatnsveitu. Ávinningurinn að mati fulltrúa D- og B-lista sé að með samningnum sé hægt að koma fyrir hesthúsabyggð á Kjóavöllum. Að sögn Hafsteins mun samningurinn kosta Kópavogsbæ hundruð milljóna króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×