Innlent

Tónlistarunnendur fjölmenntu á tónleika Rússíbananna

Tónlistarunnendur fjölmenntu á tónleika Rússíbananna og Kolbeins Ketilssonar í Íslensku óperunni í gærkvöldi. Bekkirnir í óperunni voru þéttsetnir aðdáendum hljómsveitarinnar. Að venju var fjölbreytt tónlist á efnisskránni. Austur-evrópsk sígauna áhrif voru einkennandi að vanda, í bland við ljúfa tóna frá mið-austurlöndum og alíslenska rússíbanasveiflu. Þetta voru einu tónleikar hljómsveitarinnar á Listahátíð Reykjavíkur en hátíðinni lýkur 2. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×