Innlent

Vonskuveður víða um land

Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði og hálkublettir eru á Bröttubrekku og á Fróðárheiði. Vonskuveður er á Klettshálsi og vegurinn þungfær. Á Steingrímsfjarðarheiði er hálku og skafrenningur, hálkublettir eru á Ströndum og ófært er norðan Bjarnafjarðar. Í Húnavatnssýslum er víðast snjóþekja eða krapi á vegum og þæfingsfærð er fyrir Vatnsnes. Þá er sömuleiðis þæfingsfærð á Þverárfjalli, snjóþekja er á Siglufjarðarvegi og þungfært er í Fljótum. Lágheiði er ófær. Mikið hefur snjóað á leiðinni milli Akureyrar og Dalvíkur og hafa menn ekki undan með moskur. Þar er nú þæfingsfærð. Hríðarvegur er í Þingeyjarsýslum og vetrarfærð er austur yfir öræfin en velbúnir bílar ættu að komast leiðar sinnar. Stórhríð er á Hólasandi og er vegurinn þar ófær. Á Austurlandi er færð að komast í eðlilegt horf. Hellisheiði eystri er þó ófær en erið er að moka Mjóafjarðarheiði. Hálkublettir eru á Öxi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×