Erlent

Þýskir læknar krefjast betri kjara og vinnuaðstæðna

Frá mótmælum lækna fyrr í dag.
Frá mótmælum lækna fyrr í dag. MYND/AP

Fjölmargir ævareiðir læknar lögðu niður vinnu víðsvegar um Þýskaland í dag, í þriðja sinn á fimm mánuðum til að krefjast betri launa og umbóta á vinnuaðstöðu sinni.

Um það bil sjö þúsund læknar og hjúkrunarfólk tóku þátt í mótmælunum við Brandenborgarhliðið. Einnig var mótmælt í Köln og Stuttgart. Talsmaður lækna segir þýska lækna vinna langan vinnudag og ekki fá laun í samræmi við það. Vegna þess væru hæfileikaríkir læknar að leita út fyrir landsteinana eftir vinnu. Um það bil tólf þúsund læknar í þýskum ríkis- og háskólaspítölum hafa sagt upp í vikunni til að láta óánægju sína í ljós. Forsvarsmenn lækna eiga um helgina fund með yfirvöldum til að ræða málamiðlun í deilunni. Læknar hafa undirbúið mótmæli meðan á heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu stendur verði ekki búið að leysa deiluna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×