Erlent

Landamærastöð opnuð aftur eftir skotárás

MYND/AP

Landamærastöðin þar sem mexíkóska borgin Tijuana og San Diego í Bandaríkjunum liggja saman var opnuð aftur í dag eftir að landamæraverðir skutu til bana ökumann sem var á leið til Mexíkó síðdegis í gær.

Verðirnir eltu svartan jeppling þegar ábending barst um að ökumaður hans hefði tekið ólöglega innflytjendur upp í bíl sinn. Þegar tekist hafði að stöðva bílinn og landamæraverðir nálguðust hann sneri ökumaðurinn við og reyndi að komast undan. Það var þá sem skotið var á bílinn. Fimm farþegar voru í bílnum og voru þeir færðir til yfirheyrslu eftir að gert hafði verið að sárum fjögurra þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×