Erlent

Ætlar að vera áfram við fjallsrætur Merapi

Á meðan mörg þúsund íbúar á indónesísku eyjunni Jövu flýja eldfjallið Merapi sem nú er að gjósa er einn áttræður maður sannfærður um að það sé óhætt að halda áfram til við fjallræturnar þar sem hann á heima.

Þetti hugaði öldungur heitir Maridjan og er búsettur í þorpinu Khinarehjo og býr aðeins örfáa kílómetra frá fjallinu. Maridjan segir að látinn konungur Jogjakarta-héraðs á eyjunni hafa útnefnt sig svokallaðan vörslumann lykilsins að eldfjallinu Merapi og falið honum að hafa gætur á þeim öndum sem þar séu sveimi.

Hindúar og búddhatrúarmenn segja þá svo margir að ómögulegt sé að kasta á þá tölu. Maridjan segist ekki færa sig um set nema honum berist skilaboð frá konungnum heitnum sem skipaði hann. Hann lætur það ekkert á sig fá þó logandi aska og gas streymi úr gíg fjallsins.

Örfáir þorpsbúar hafa ákveðið að halda sig heima ásamt öldungnum enda er hann mikils metinn meðal þeirra. Yfirvöld, sem sjá um brottflutning íbúa af svæðinu, eru æf út í gamla manninn og segja hann gefa slæmt fordæmi.

Fjallið hefur hægt og bítandi færst í aukana og var viðvörunarstig hækkað um síðustu helgi. Síðan þá hefur fjallið látið vita af sér en er þó ekki farið að gjósa af fullum krafti. Ekki er vitað um mannfall eða skemmdir síðan gosið hófst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×