Erlent

Guantanamofangelsi og leynifangelsum beri að loka

MYND/Reuters

Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum segir Guantanamo-fangelsið á Kúbu brjóta gegn alþjóðalögum og því beri að loka. Einnig beri Bandaríkjastjórn að loka leynifangelsum annars staðar í heiminum.

Tíu óháðir sérfræðingar nefndarinnar fóru yfir gögn um rekstur fangelsa á vegum Bandaríkjamanna heima og heiman hvetja einnig stjórn Bush Bandaríkjastjóra til að láta af öllum yfirheyrsluaðferðum sem geti talist pyntingar eða ómannúðleg meðferð. Bandaríkjamenn ættu heldur ekki að halda nokkrum fangelsuðum í leynifangelsi og upplýsa um rekstur þeirra ef nokkur eru. Nefndin hefur ekkert vald til að tryggja að farið verði eftir ráðleggingum hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×