Erlent

Hamas viðurkenni ekki Ísraelsríki

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Palestínumanna.
Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Palestínumanna. MYND/AP

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, hafnaði í gær kröfum alþjóðasamfélagsins um að Hamas-stjórn hans viðurkenni Ísraelsríki og afneitaði ofbeldismönnum.

Í ræðu sem hann hélt á fundi með um tíu þúsund stuðningsmönnum í borginni Rafah á Gaza-ströndinni sagði hann að Palestínumenn ætluðu ekki að hætta baráttu sinni við Ísraelsmenn og þeir viðurkenndu ekki að landtaka þeirra væri lögmæt.

Það var í gær sem Palestínumenn minntust Hörmunganna miklu eða Nakba þegar um það bil 700 þúsund þeir hröktust af landi sínu við stofnun Ísraelsríkis. Á sama tíma fögnuðu Ísraelsmenn 58 ára afmæli Ísraelsríkis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×