Erlent

Enn hætta við Merapi

MYND/AP

Gas og grjót halda áfram að falla niður hliðar eldfjallsins Merapi á indónesísku eyjunni Jövu. Eitthvað virðist þó hafa hægst en eldfjallasérfræðingar vara þó við að gosið geti færst í aukana fljótlega þó það virðist í rénun nú.

Yfirvöld lýstu yfir mesta viðbúnaðarstigi nálægt fjallinu um síðustu helgi og því voru rúmlega fimm þúsund manns fluttir frá heimilum sínum þá til viðbótar þeim sem þegar voru komnir í skjól. Um það bil tvö hundruð þorpsbúar neita að færa sig um set og segjast vilja verja heimili sín. Um það bil sextíu manns fórust þegar fjallið gaus fyrir tólf árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×