Heilbrigðiskerfið gjaldþrota ef ekki fæst fé 15. maí 2006 12:15 Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, vill semja við Ísraelsmenn. MYND/AP Heilbrigðiskerfi Palestínumanna verður gjaldþrota innan tveggja mánaða ef Ísraelar og vesturveldin tryggja heimastjórninni ekki fé. Fjárskortur hefur þegar kostað sjúklinga lífið. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, hvetur Ísraela til að setjast að samningaborðinu með sér og Hamas-liðum. Hillur lyfjageymslunar á Shifa-sjúkrahúsinu í Gaza-borg eru hálftómar. Svæfingarlyf vantar og því geta skurðlæknar aðeins framkvæmt aðgerðir ef þær eru bráðnauðsynlegar. Sorphreinsun er nánast engin og skólpkerfið lítið sem ekkert hreinsað. Hætta er talin á að kólera og aðrir sjúkdómar brjótist út þegar hitin hækkar í sumar. Yfirvöld segja hægt að koma í veg fyrir mörg dauðsföll ef fé fáist hið fyrsta. Síðan Hamas-liðar náðu meirihluta í þingkosningum Palestínumanna fyrr á árinu hafa Ísraelsmenn fryst greiðsl skatta og tolla sem þeir innheimta fyrir Palestínumenn og vesturveldin hætt fjárstuðningi. Leiðtogar þeirra ætla þó að leggja til neyðaraðstoð sem Hamas-stjórnin fái ekki. Starfsmenn hjálparsamtaka segja það ekki duga, það fé komi ekki í staðinn fyrir starfhæfa heimastjórn sem geti haldið innviðum samfélagsins gangandi. Jafnvirði um 640 milljóna króna þarf á mánuði til að tryggja rekstur heilbrigðiskerfisins og fáist peningar ekki stefnir það í þrot á næstu tveimur mánuðum. Þetta kemur niður á þeim sem síst skyldi og hafa sjúklingar látist þar sem þeir hafi ekki fengið þá læknisaðstoð sem þörf var á. Sem dæmi hafi krabbameinssjúklingar ekki fengið nauðsynleg lyf og fyrirburar ekki þá aðstoð sem þeir þurfa. Í dag er þess minnst að 58 ár eru liðin frá stofnun Ísraelsríkis. Um leið minnast Palestínumenn Hörmunganna miklu - Nakba - þegar Palestínumenn voru hraktir af landi sínu. Í sjónvarpsávarpi af því tilefni hvatti Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, Ísraela til að snúa aftur að samningaborðinu. Hann benti einnig Hamas-liðum á að þeir yrðu að breyta stefnu sinni og reyna að semja við Ísraelsmenn. Erlent Fréttir Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Heilbrigðiskerfi Palestínumanna verður gjaldþrota innan tveggja mánaða ef Ísraelar og vesturveldin tryggja heimastjórninni ekki fé. Fjárskortur hefur þegar kostað sjúklinga lífið. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, hvetur Ísraela til að setjast að samningaborðinu með sér og Hamas-liðum. Hillur lyfjageymslunar á Shifa-sjúkrahúsinu í Gaza-borg eru hálftómar. Svæfingarlyf vantar og því geta skurðlæknar aðeins framkvæmt aðgerðir ef þær eru bráðnauðsynlegar. Sorphreinsun er nánast engin og skólpkerfið lítið sem ekkert hreinsað. Hætta er talin á að kólera og aðrir sjúkdómar brjótist út þegar hitin hækkar í sumar. Yfirvöld segja hægt að koma í veg fyrir mörg dauðsföll ef fé fáist hið fyrsta. Síðan Hamas-liðar náðu meirihluta í þingkosningum Palestínumanna fyrr á árinu hafa Ísraelsmenn fryst greiðsl skatta og tolla sem þeir innheimta fyrir Palestínumenn og vesturveldin hætt fjárstuðningi. Leiðtogar þeirra ætla þó að leggja til neyðaraðstoð sem Hamas-stjórnin fái ekki. Starfsmenn hjálparsamtaka segja það ekki duga, það fé komi ekki í staðinn fyrir starfhæfa heimastjórn sem geti haldið innviðum samfélagsins gangandi. Jafnvirði um 640 milljóna króna þarf á mánuði til að tryggja rekstur heilbrigðiskerfisins og fáist peningar ekki stefnir það í þrot á næstu tveimur mánuðum. Þetta kemur niður á þeim sem síst skyldi og hafa sjúklingar látist þar sem þeir hafi ekki fengið þá læknisaðstoð sem þörf var á. Sem dæmi hafi krabbameinssjúklingar ekki fengið nauðsynleg lyf og fyrirburar ekki þá aðstoð sem þeir þurfa. Í dag er þess minnst að 58 ár eru liðin frá stofnun Ísraelsríkis. Um leið minnast Palestínumenn Hörmunganna miklu - Nakba - þegar Palestínumenn voru hraktir af landi sínu. Í sjónvarpsávarpi af því tilefni hvatti Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, Ísraela til að snúa aftur að samningaborðinu. Hann benti einnig Hamas-liðum á að þeir yrðu að breyta stefnu sinni og reyna að semja við Ísraelsmenn.
Erlent Fréttir Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira