Erlent

Mannskæðar árásir í Írak í morgun

Írakskir hermenn við markað þar sem sprengdur var í loft upp í morgun.
Írakskir hermenn við markað þar sem sprengdur var í loft upp í morgun. MYND/AP

Fjöldi sprengjuárása var gerður í Írak í morgun, bæði gegn guðshúsum og hernaðarmannvirkjum, með þeim afleiðingum að 26 að minnsta kosti létu lífið og sextíu eru sárir.

Tveir breskir hermenn voru felldir með vegsprengju skammt utan við borgina Basra í suðurhluta landsins, þar sem þeir voru á eftirlitsferð. Tvær bílsprengjur við vegatálma á leið út á alþjóðaflugvöllinn við Bagdad urðu fjórtán Írökum að bana. Þá voru sex sprengjur sprengdar við lítil guðshús sjíamúslima norðaustur af höfuðborginni. Fimm sprengjur voru sprengdar í Bagdad. Á sama tíma sat verðandi forsætisráðherra Íraks á fundi með forystumönnum fylkinganna í Írak að reyna að koma saman stjórn. Samkvæmt stjórnarskránni hefur hann eina viku til að mynda nýja stjórn í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×