Innlent

Ástsælasti sálmurinn er Dag í senn

MYND/Heiða Helgadóttir

Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar gerði nýverið könnun meðal presta og organista á því hver sálmanna í nýju sálmabókinni ætti skilið að kallast ástsælastur. Í efsta sæti á lista yfir tíu efstu trónir sálmurinn sem hefst svo: "Dag í senn, eitt andartak í einu", sem er ljóð eftir biskupinn fyrrverandi herra Sigurbjörn Einarsson við erlent lag.

Í öðru sæti er passíusálmurinn "Son Guðs ertu með sanni". Í þriðja sæti er annað ljóð eftir herra Sigurbjörn en í tveimur sætum þar á eftir eru barnasálmarnir "Ástarfaðir himinhæða" og "Ó, faðir gjör mig lítið ljós".

Fyrir þá sem vilja sjá listann í heild sinni er hann birtur á vef þjóðkirkjunnar: kirkjan.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×