Erlent

Langaði að sjá hvernig eitrið verkaði.

Sautján ára gömul japönsk stúlka sem eitraði fyrir móður sinni og hélt dagbók á Netinu yfir versnandi ástand hennar verður ekki ákærð heldur send á heimavistarskóla. Móðirin féll í dá síðasta sumar eftir að hafa fengið eitrað te um nokkurt skeið frá dóttur sinni. Hún segist ekki hafa borið illan hug til móður sinnar heldur hafi hana einungis langað að sjá hvernig eitrið verkaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×