Erlent

Aukið eftirlit í New York

Lögreglan í New York í Bandaríkjunum hefur enn aukið eftirlit til að herða á baráttunni gegn glæpum og hryðjuverkum í borginni. Búið er að koma fyrir eftirlitsmyndavélum með aðdráttarlinsum á fjölmörgum ljósastaurum. Lögregla í borginni segir að hægt verði að koma fyrir mörg hundruð vélum til viðbótar ef aukafjárveiting að jafnvirði rúmra sex milljarða íslenskra króna fáist frá ríkinu.

Íbúar í borginni eru þó ekki allir ánægðir með þetta framtak og segja mannréttindasamtök þetta varhugaverða þróun. Margir íbúar segja þetta þó þarft framtak. Um það bil þúsund myndavélar hafa verið settar upp í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar og er stefnt að því að tvöfalda fjölda þeirra fyrir árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×