Erlent

Rússar styrkja Palestínumenn

Rússar hafa ákveðið að hlaupa undir bagga með heimastjórn Palestínumanna og veita henni rekstrarfé. Evrópusambandið og Bandaríkin ákváðu fyrir skemmstu að hætta öllum styrkveitingum til heimastjórnarinnar á meðan hún viðurkenndi ekki Ísraelsríki.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands hvatti heimastjórnina í gær til að fara að þeim ráðum og hefja þegar í stað viðræður við Ísraelsmenn. Hins vegar væri það engin lausn að hætta að styrkja palestínsku þjóðina eins og Evrópusambandið og Bandaríkjamenn hefðu ákveðið að gera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×