Erlent

Vökvinn hérlendis sagður hættulaus

Bandaríska fyrirtækið, Bausch & Lomb sendi frá sér yfirlýsingu í gær í kjölfar fregna af Renu Moisture Loc-linsuvökvanum sem talinn er geta valdið blindu. Þar er ítrekað að þeim vökva, sem hætt hefur verið að selja í Bandaríkjunum og Asíu, er ekki dreift til Evrópulanda heldur er linsuvökvinn sem seldur er hérlendis framleiddur á Ítalíu. Þá er undirstrikað í yfirlýsingunni að ekki hafi verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að samband sé á milli notkunar vökvans og augnsýkinga. Hér eftir sem hingað til eru notendur snertilinsa þó hvattir til að gæta ítrasta hreinlætis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×