Erlent

Örlög heims og Toronto á hobbita herðum

MYND/AP

Það eru ekki aðeins örlög alheimsins sem hvíla á herðum Fróða og hinna hobbitanna í Toronto því nú á söngleikur sem unninn er upp úr sögu Tolkiens, Hringadróttinssögu, að laða að sér ferðamenn til Toronto í Kanada. Flutningur verksins tekur þrjá og hálfa klukkustund og kostaði uppfærslan litlar 27 milljónir bandaríkjadala eða um tvo milljarða íslenskra króna enda ekkert til sparað. Um fimm hundruð leikmunir eru notaðir í söngleik þessum sem alls tók fjögur ár að framleiða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×