Erlent

Klerkarnir sitja við sinn keip

Þessa dagana réttar íslamskur dómstóll í Kabúl yfir Abdul Rahman, 41 árs gömlum afgönskum hjálparstarfsmanni, fyrir að hafa snúist til kristinnar trúar. Samkvæmt sjaría-lögum múslima liggur dauðarefsing við slíkum trúskiptum og að mati íslamskra fræðimanna í Afganistan er ekkert svigrúm til að túlka lögin á nokkurn annan hátt.

Bush Bandaríkjaforseti og John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, eru á meðal þeirra sem fordæma réttarhöldin og hinn yfirvofandi dauðadóm og í gær bættist Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna bættist í gær í þann hóp. Hún sagðist hafa haft samband við Hamid Karzai forseta Afganistan og bent honum á að meðferðin á Rahman væri ekki í anda stjórnarskrár landsins. Karzai er sagður reyna að gera allt sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir að Rahman verði tekinn af lífi en þótt völd hans séu mikil í orði þá virðast þau harla lítil á borði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×