Breska lögreglan rannsakar nú hvort verkamannaflokkur Tonys Blairs, forsætisráðherra, hafi brotið gegn lögum um stjórnmálaflokka.
Í yfirlýsingu lögreglu frá í gær segir að ásakanir hafi borist um að forvígismenn flokksins hafi boðið auðugum kaupsýslumönnum lávarðatignir í skiptum fyrir peningalán.
Tiltekin eru mál fjögurra kaupsýslumanna en talsmaður verkamannaflokksins segir engin tengsl milli veitingu titlanna og lána sem hafi fengist veitt.
Þessar ásakanir eru enn ein vending í deilum um fjármál og fjármögnun flokkanna í Bretlandi. Stjórnmálaskýrendur segja umræðuna hafa skaðað ímynd forsætisráðherrans og er þess jafnvel krafist að hann segi af sér vegna málsins.