Erlent

Ekki frjálsar kosningar

Mótmæli í Minsk.
Mótmæli í Minsk. MYND/AP

Framkvæmd forsetakosninganna í Hvíta-Rússlandi í gær fullnægir ekki viðurkenndar kröfur alþjóðasamfélagsins og voru kosningarnar ekki frjálsar og óvilhallar. Þetta er niðurstaða kosningaeftirlistmanna Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.

Talsmaður kosningaeftirlitsmanna sem voru að störfum í Hvíta-Rússlandi segir að gögn sem þeir hafi undir höndum staðfesti þetta og sanni.

Alexander Lukashenko, sitjandi forseti, var endurkjörinn með yfirburðum. Andstæðingar forsetans segja brögð hafa verið í tafli og vilja að boðað verði til nýrra kosningar.

Fulltrúar ýmissa ríkja innan Evrópusambandsins segja afar líklegt að gripið verði til einhverra refsiaðgerða gegn Hvíta-Rússlandi í ljósi úrslitanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×