Erlent

Ásókn innflytjenda til Kanaríeyja

Flóttamenn frá Máritaníu í flóttamannabúðum á Kanaríeyjum.
Flóttamenn frá Máritaníu í flóttamannabúðum á Kanaríeyjum. MYND/AP

Starfsmenn mannréttindasamtaka á Kanaríeyjum á Spáni takast nú á við fordæmislausa ásókn afrískra innflytjenda til eyjanna. Mörg þúsund blásnauðir íbúar Máritaníu hafa sótt þangað á síðustu vikum. Reynt hefur verið að hýsa þá sem þangað hafa komist í opinberum byggingum en gríðarlegu fjöldi er nú þar.

Á fimmtudag fundust lík 25 flóttamanna sem höfðu drukknað á leið sinni. Fulltrúar spænskra yfirvalda heimsóttu Máritaníu fyrir helgi og buðu fjögur skip og áhafnir þeirra til að styrkja eftirlit við ströndina. Hálft ár er síðan svipað ástand skapaðist á spænsku landsvæði í Norður-Afríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×