Erlent

Jarðarför Milosevic í dag

Talið er að þúsundir manna muni mæta til jarðarfarar Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Jógóslavíu, sem hefst klukkan 11 í dag að íslenskum tíma. Sérstakar rútuferðir verða farnar að kirkjugarðinum en Milosevic verður jarðaður í heimabæ sínum Pozarevac, um fimmtíu kílómetra suðaustur af Belgrad, höfuðborg landsins. Engir nánustu ættingjar Milosevic verða þó viðstaddir. Milosevic lést í fangaklefa sínum í Haag í Hollandi þar sem réttað var yfir honum vegna stríðsglæpa sem hann var ákærður fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×