Innlent

Tímaspursmál hvenær fuglaflensan kemur til Íslands

Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir aðeins tímaspursmál hvenær fuglaflensan greinist hér á landi en nær 60 milljónum króna verður varið í varnir gegn fuglaflensu, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Ríkið hefur keypt fuglaflensulyf fyrir um níutíu þúsund manns og er enn verið að auka við birgðirnar. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, segir ekki koma til greina að hefja framleiðslu á inflúensulyfjum hér á landi en hún hefði í för með sér stofnkostnað upp á um það bil 700 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×