Erlent

Preval líklegast nýr forseti Haítí

Stuðningsmenn Rene Preval fagna.
Stuðningsmenn Rene Preval fagna. MYND/AP

Allt bendir til þess að Rene Preval hafi unnið afgerandi sigur í forsetakosningunum á Haítí sem fram fóru á þriðjudag. Búið er að telja 40% atkvæða og hefur Preval hlotið rétt rúm 65%.

Næstir koma Leslie Manigat, fyrrverandi forseti, með tæp 14% og Charles Henri Baker, kaupsýslumaður, með rétt rúm 6%. Fyrir kosningar var talið að baráttan myndi standa milli Preval og Baker og mjótt yrði á mununum.

Preval mun þó vinsæll meðal almennings og undrast íbúar á Haíti að hann hafi ekki þegar verið lýstur sigurvegari kosninganna. Preval hefur áður gegnt embætti forseta og hefur honum verið lýst sem skjólstæðingi Aristide, fyrrverandi forseta, sem var hrakinn frá völdum fyrir tveimur árum. Búist er við endanlegum úrslitum síðar í dag eða á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×