Erlent

27 biðu bana í sjálfsmorðsárás í Pakistan

Mynd/AP

Að minnsta kosti tuttugu og sjö biðu bana og fimmtíu eru særðir eftir að sjálfsmorðsárás var gerð í borginni Hangu í Pakistan í gær. Árásarmaðurinn kom sér fyrir innan hóps sjíta-múslima sem gengu í fylkingu til bænahalds en nú stendur hin svokallaða Asjúra-hátíð yfir sem er aðal trúarhátíð sjíta. Stór hópur þeirra gekk berksersgang um Hangu-borg eftir árásina til að tjá reiði sína og settu eld að bílum og verslunum. Skömmu síðar náðu hermenn stjórn á ástandinu og í framhaldinu settu borgaryfirvöld á útgöngubann í þeirri von að halda friðinnn í borginni. Bænahald og samkomur í tengslum við hátíðina hafa farið friðsamlega fram annars staðar í Pakistan en um áttatíu prósent þeirra hundrað og fimmtíu milljóna sem búa í landinu eru sjítar, en tæp tuttugu prósent landsmanna eru súnní-múslimar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×