Erlent

Komið var í veg fyrir hryðjuverkaárás í L.A árið 2002

Komið var í veg fyrir stórfellda hryðjuverkaárás í Los Angeles árið 2002. Þessu hélt George Bush, forseti Bandaríkjanna, fram í ræðu sem hann hélt í Washington í gær. Að sögn Bush ætluðu hryðjuverkamennirnir að ræna farþegaþotu og fljúga henni á Bankaturninn svokallaða í Los Angeles sem er hæsta bygging á allri Vesturströnd Bandaríkjanna. Aðalskipuleggjandi hinna fyrirhuguðu árása mun hafa verið Khalid Sheik Mohammed, sem einnig er sagður hafa átt aðild að árásunum 11. september 2001, en hann er í haldi Bandaríkjamanna eftir að hann var handtekinn í Pakistan árið 2003. Bush sagði að upp hafi komist um ráðagerðina eftir að yfirvöld í landi í Suðaustur-Asíu, sem forsetinn vildi ekki nefna á nafn, komust á snoðir um hina fyrirhuguðu árás.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×