Erlent

Ritstjóri menningarblaðs JP sendur í frí

Ritstjóri menningarblaðs Jyllands Posten, Flemming Rose sem birti teikningar af múhameð spámanni í fyrra hefur verið sendur í frí um óákveðinn tíma. Carsten Juste, ritsjóri dagblaðsins þurfti tvívegis að afsaka ummæli Flemmings í gær en Flemming sagði að menningarblaðið myndi birta teikningar þar sem gert væri grín af helförinni um leið og íröksk dagblöð myndu birta teikningarnar. Þá hafði hann einnig í hyggju að birta teikningar gegn kristinni trú og Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×