Erlent

Banvænn stofn fuglaflensu greinist í Nígeríu

MYND/AP

Banvæns stofns fuglaflensunnar hefur nú í fyrsta sinn orðið vart í Afríku. Í tilkynningu frá Alþjóðasamtökum um dýrasjúkdóma segir að hinn banvæni H5N1-stofn fuglaflensunnar hafi greinst í fiðurfénaði á stóru búi í norðurhluta Nígeríu. Yfirvöld á svæðinu segjast þegar hafa gripið til aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir að veikin breiðist frekar út, en vísindamenn telja veikina hafa borist til Afríku frá austurhluta Evrópu með farfuglum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×