Erlent

Ísraelar og Palestínumenn aðskildir fyrir fullt og allt

Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, á Vesturbakkanum í gær.
Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, á Vesturbakkanum í gær. MYND/AP

Forsætisráðherra Ísraels ætlar að skilja að Ísraelsmenn og Palestínumenn fyrir fullt og allt eftir kosningar sem fram fara í landinu í mars. Hann segir að það sé eina leiðin til að koma á friði milli þjóðanna tveggja.

Ísrael mun halda allri Jerúsalemborg, öllum Jórdanár- dalnum og öllum stærstu landnemabyggðum. Þetta sagði Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels í gær í fyrsta sjónvarpsviðtali sínu frá því hann tók við embætti forsætisráðherra í janúar síðastliðnum.

Forsætisráðherrann sagði það verða endanleg landamæri Ísraels. Olmert sagði mikilvægt að skilja að Ísraelmenn og Palestínumenn á Vesturbakkanum ef friður eigi að nást og það hyggðist hann gera að loknum kosningum sem fram fara í mars næstkomandi.

Hugmynd Olmerts er þó sögð stangast á við alþjóðalög og hefur verið gagnrýnd af stjórnmálskýrendum víða um heiminn. Varnarmálaráðherra landsins sagði í kjölfar yfirlýsingar Olmerts að Ísraelsstjórn myndi ákveða endanleg landamæri Ísraelsríkis innan tveggja ára, hvort sem samið verði um þau við Palestínumenn eða ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×