Erlent

Miklir skógareldar geysa í Kaliforníu

Mynd/AP

Yfir tvö þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem geysa nú í um þrjátíu og fimm kílómetra frá Los Angeles í Kaliforníu að undanförnu. Yfir níu hundruð slökkviliðsmenn berjast nú dag sem nótt við að slökkva eldana sem hefur þó gengið brösulega vegna mikilla þurrka. Veðurfræðingar segja hvorki fólk né heimili vera í hættu eins og er, en það gæti þó breyst þar sem ekki ekki er von á rigningu á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×