Erlent

Íranar ætla ekki fara að reglum Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar

Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans.
Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans. Mynd/AP

Utanríkisráðherra Írans, Manouchehr Mottaki, sagði á blaðamannafundi í gær að Íran myndi ekki fara að reglum Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. Þá verður efitirlitsmönnum stofnunarinnar ekki lengur heimilt að fylgjast með því sem fram fer í kjarnorkuverum landsins. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákvað um helgina að taka mál Írana upp. Hingað til hafa eftirlitsmenn getað fengið að skoða kjarnorkuver landsins með skömmum fyrirvara. Íranar segja þær eftirlitsmyndavélar sem hafa verið í verinu, verði teknar niður. Bandaríkjamenn hafa sagst ekki útiloka árásir á landið en Íranar hafa lofað því að það verði þeim dýrkeypt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×