Erlent

Palestínumenn hóta að ræna Evrópubúum

Liðsmenn Al Aqsa-herdeildarinnar.
Liðsmenn Al Aqsa-herdeildarinnar. MYND/AP

Erlendir sendifulltrúar og blaðamenn hafa margir hverjir yfirgefið landsvæði Palestínumanna í dag. Grímuklæddir palestínskir byssumenn hótuðu því í kvöld að ræna útlendingum vegna skopmynda af Múhameð spámanni sem birtar hafa verið í evrópskum dagblöðu. Þá hafa Mubarak, Egyptalandsforseti, og Ahmadinejad, forseti Írans, bæst í hóp þeirra sem gagnrýna myndbirtinguna.

Palestínskir byssumenn á Vesturbakkanum hafa leitað útlendinga í hótelum og íbúðarhúsum um tíma umkringdu herskáir Palestínumenn sendiskriftsofu Evrópusambandsins á Gasa í dag. Skotið var á sendiskrifstofu Dana í Ramallah á Vesturbakkanum í dag en hún var þá mannlaus.

Þá rændu palestínskir byssumenn Þjóðverja í Nablus á Vesturbakkanum í kvöld. Sá býr þar í borg og kennir ensku.

Hann var látinn laus skömmu síðar og sagði að mennirnir hefðu haft sig á brott og haldið sér án þess að gera nokkrar kröfur. Nokkur síðar hafi þeir svo skipað honum að setjast í leigubíl sem þeir sögðu að myndi flytja hann á næstu lögreglustöð.

Fyrr í kvöld hótuðu liðsmenn al Aqsa-herdeildarinnar því að dönskum, frönskum og norsku þegnum yðri rænt ef þeir hefðu sig ekki á brott frá Nablus innan þriggja sólahringa.

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, og Per Stig Möller, utanríkisráðherra, boðuðu í dag sendifulltrúa þeirra arabaríkja, sem enn eru í landinu, til fundar við sig á morgun. Á fundinum verða skopmyndirnar, sem Jótlandspósturinn birti, ræddar og ætla ráðherrarnir að kynna afstöðu danskra stjórnvalda og aðgerðir þeirra í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×