Erlent

Her- og lögreglumenn drepnir í Nepal

Andstæðingar Gyanendra, konungs Nepals, brenna eftirmynd af honum.
Andstæðingar Gyanendra, konungs Nepals, brenna eftirmynd af honum. MYND/AP

Minnst nítján her- og lögreglumenn létust í átökum við uppreisnarmenn úr röðum maóista í vesturhluta Nepals í nótt. Fjölmargra lögreglumanna er saknað eftir áhlaup þúsund uppreisnarmanna á fimm þorp. Árásin varð í aðdraganda ávarps Gyanendra konungs landsins í tilefni þess að ár er nú liðið síðan hann tók sér alræðisvald í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×