Innlent

119 milljónir króna í umferð

Seðlabanki Íslands hefur veitt frest til 1. júní 2007 til að innleysa gamla 10, 50 og 100 króna seðla. Að þeim fresti liðnum verða seðlarnir ekki lengur gjaldgengir í viðskiptum.

Í lok apríl á þessu ári voru um 119 milljónir króna af þessum gömlu seðlum í umferð. Árið 1984 var útgáfu 10 króna seðla hætt, þremur árum seinna var útgáfu 50 króna seðla hætt og árið 1995 var útgáfu 100 króna seðla hætt. Mynt með sömu verðgildum var slegin í staðinn. Árið 2005 var ákveðið að þessir seðlar skyldu innkallaðir og þar til 1. júní 2007 ber bönkum skylda til að taka við þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×