Fréttablaðið sýknað af kröfum Jónínu 2. júní 2006 05:30 Jónína Benediktsdóttir "Þetta er mikill léttir fyrir íslenska fjölmiðlun," sagði Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, eftir að Hæstiréttur staðfesti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn 365 prentmiðlum og Kára Jónassyni, ritstjóra Fréttablaðsins. Jónína Benediktsdóttir höfðaði mál eftir að hafa lagt fram kröfu hjá sýslumanninum í Reykjavík um staðfestingu á lögbanni sem hún fékk lagt á birtingu á hluta úr tölvupósti, sem verjandi Jónínu, Hróbjartur Jónatansson, hélt fram fyrir dómi að hefði verið fenginn með ólögmætum hætti úr tölvupósthólfi Jónínu. Í dómi Hæstaréttar segir að lögbannskrafa Jónínu hafi verið of víðtæk. Jafnframt segir að umfjöllun Fréttablaðsins um aðdraganda Baugsmálsins hafi ekki gengið of nærri einkalífi Jónínu, þó greint hafi verið frá fjárhagsmálefnum hennar, þar sem þau hafi verið samofin fréttaefninu, sem varðaði almenning. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu, sagði niðurstöðu Hæstaréttar hafa komið sér verulega á óvart. "Ég hef ekki enn farið nákvæmlega í gegnum dóminn og get því ekki tjáð mig um forsendur Hæstaréttar fyrir niðurstöðunni. Ég tel þetta vera mjög óheppilega niðurstöðu. Kjarni málsins finnst mér vera þessi; finnst fólki það í lagi að almenningur geti lesið einkatölvupóst sinn í fjölmiðlum? Ég held að flestir svari þeirri spurningu neitandi." Sigurjón og Hróbjartur takast í hendur Máli Jónínu Benediktsdóttur gegn 365 prentmiðlum og Kára Jónassyni lauk í gær. Sigurjón Magnús Egilsson og Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu Benediktsdóttur, sjást hér takast í hendur eftir að dómur féll. Kári Jónasson og Jón Magnússon fylgjast með.fréttablaðið/stefán Jón Magnússon, lögmaður 365 prentmiðla og Kára Jónassonar, telur Hæstarétt hafa staðfest eðlileg vinnubrögð Fréttablaðsins í stóru fréttamáli. "Hæstiréttur segir í dómi sínum að miðað við hvernig efnistök Fréttablaðsins voru í málinu þá sé ekkert óeðlilegt við það hvernig fréttirnar af málinu voru unnar. Það þýðir, að það var í lagi að birta hluta úr tölvupóstunum sem um var rætt. Fréttaskrif um Baugsmálið voru eðlileg og réttmæt. Efni tölvupóstbréfanna hafði fréttagildi. Hæstiréttur segir því, að sú blaðamennska sem var viðhöfð, hafi verið til sóma." Sigurjón M. Egilsson telur góð vinnubrögð Fréttablaðsins, við fréttaflutning á aðdraganda Baugsmálsins, hafa verið staðfest af Hæstarétti. "Ef lögbannið hefði verið staðfest hefðu blaðamenn átt það á hættu að vinnugögn þeirra yrðu sótt með ofbeldi, og það af þeim tekið. Það skiptir líka miklu máli að Hæstiréttur skuli staðfesta það að vinnubrögð okkar hafi verið góð, og að við röskuðum ekki friðhelgi Jónínu Benediktsdóttur." Innlent Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
"Þetta er mikill léttir fyrir íslenska fjölmiðlun," sagði Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, eftir að Hæstiréttur staðfesti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn 365 prentmiðlum og Kára Jónassyni, ritstjóra Fréttablaðsins. Jónína Benediktsdóttir höfðaði mál eftir að hafa lagt fram kröfu hjá sýslumanninum í Reykjavík um staðfestingu á lögbanni sem hún fékk lagt á birtingu á hluta úr tölvupósti, sem verjandi Jónínu, Hróbjartur Jónatansson, hélt fram fyrir dómi að hefði verið fenginn með ólögmætum hætti úr tölvupósthólfi Jónínu. Í dómi Hæstaréttar segir að lögbannskrafa Jónínu hafi verið of víðtæk. Jafnframt segir að umfjöllun Fréttablaðsins um aðdraganda Baugsmálsins hafi ekki gengið of nærri einkalífi Jónínu, þó greint hafi verið frá fjárhagsmálefnum hennar, þar sem þau hafi verið samofin fréttaefninu, sem varðaði almenning. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu, sagði niðurstöðu Hæstaréttar hafa komið sér verulega á óvart. "Ég hef ekki enn farið nákvæmlega í gegnum dóminn og get því ekki tjáð mig um forsendur Hæstaréttar fyrir niðurstöðunni. Ég tel þetta vera mjög óheppilega niðurstöðu. Kjarni málsins finnst mér vera þessi; finnst fólki það í lagi að almenningur geti lesið einkatölvupóst sinn í fjölmiðlum? Ég held að flestir svari þeirri spurningu neitandi." Sigurjón og Hróbjartur takast í hendur Máli Jónínu Benediktsdóttur gegn 365 prentmiðlum og Kára Jónassyni lauk í gær. Sigurjón Magnús Egilsson og Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu Benediktsdóttur, sjást hér takast í hendur eftir að dómur féll. Kári Jónasson og Jón Magnússon fylgjast með.fréttablaðið/stefán Jón Magnússon, lögmaður 365 prentmiðla og Kára Jónassonar, telur Hæstarétt hafa staðfest eðlileg vinnubrögð Fréttablaðsins í stóru fréttamáli. "Hæstiréttur segir í dómi sínum að miðað við hvernig efnistök Fréttablaðsins voru í málinu þá sé ekkert óeðlilegt við það hvernig fréttirnar af málinu voru unnar. Það þýðir, að það var í lagi að birta hluta úr tölvupóstunum sem um var rætt. Fréttaskrif um Baugsmálið voru eðlileg og réttmæt. Efni tölvupóstbréfanna hafði fréttagildi. Hæstiréttur segir því, að sú blaðamennska sem var viðhöfð, hafi verið til sóma." Sigurjón M. Egilsson telur góð vinnubrögð Fréttablaðsins, við fréttaflutning á aðdraganda Baugsmálsins, hafa verið staðfest af Hæstarétti. "Ef lögbannið hefði verið staðfest hefðu blaðamenn átt það á hættu að vinnugögn þeirra yrðu sótt með ofbeldi, og það af þeim tekið. Það skiptir líka miklu máli að Hæstiréttur skuli staðfesta það að vinnubrögð okkar hafi verið góð, og að við röskuðum ekki friðhelgi Jónínu Benediktsdóttur."
Innlent Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira