Fréttablaðið sýknað af kröfum Jónínu 2. júní 2006 05:30 Jónína Benediktsdóttir "Þetta er mikill léttir fyrir íslenska fjölmiðlun," sagði Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, eftir að Hæstiréttur staðfesti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn 365 prentmiðlum og Kára Jónassyni, ritstjóra Fréttablaðsins. Jónína Benediktsdóttir höfðaði mál eftir að hafa lagt fram kröfu hjá sýslumanninum í Reykjavík um staðfestingu á lögbanni sem hún fékk lagt á birtingu á hluta úr tölvupósti, sem verjandi Jónínu, Hróbjartur Jónatansson, hélt fram fyrir dómi að hefði verið fenginn með ólögmætum hætti úr tölvupósthólfi Jónínu. Í dómi Hæstaréttar segir að lögbannskrafa Jónínu hafi verið of víðtæk. Jafnframt segir að umfjöllun Fréttablaðsins um aðdraganda Baugsmálsins hafi ekki gengið of nærri einkalífi Jónínu, þó greint hafi verið frá fjárhagsmálefnum hennar, þar sem þau hafi verið samofin fréttaefninu, sem varðaði almenning. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu, sagði niðurstöðu Hæstaréttar hafa komið sér verulega á óvart. "Ég hef ekki enn farið nákvæmlega í gegnum dóminn og get því ekki tjáð mig um forsendur Hæstaréttar fyrir niðurstöðunni. Ég tel þetta vera mjög óheppilega niðurstöðu. Kjarni málsins finnst mér vera þessi; finnst fólki það í lagi að almenningur geti lesið einkatölvupóst sinn í fjölmiðlum? Ég held að flestir svari þeirri spurningu neitandi." Sigurjón og Hróbjartur takast í hendur Máli Jónínu Benediktsdóttur gegn 365 prentmiðlum og Kára Jónassyni lauk í gær. Sigurjón Magnús Egilsson og Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu Benediktsdóttur, sjást hér takast í hendur eftir að dómur féll. Kári Jónasson og Jón Magnússon fylgjast með.fréttablaðið/stefán Jón Magnússon, lögmaður 365 prentmiðla og Kára Jónassonar, telur Hæstarétt hafa staðfest eðlileg vinnubrögð Fréttablaðsins í stóru fréttamáli. "Hæstiréttur segir í dómi sínum að miðað við hvernig efnistök Fréttablaðsins voru í málinu þá sé ekkert óeðlilegt við það hvernig fréttirnar af málinu voru unnar. Það þýðir, að það var í lagi að birta hluta úr tölvupóstunum sem um var rætt. Fréttaskrif um Baugsmálið voru eðlileg og réttmæt. Efni tölvupóstbréfanna hafði fréttagildi. Hæstiréttur segir því, að sú blaðamennska sem var viðhöfð, hafi verið til sóma." Sigurjón M. Egilsson telur góð vinnubrögð Fréttablaðsins, við fréttaflutning á aðdraganda Baugsmálsins, hafa verið staðfest af Hæstarétti. "Ef lögbannið hefði verið staðfest hefðu blaðamenn átt það á hættu að vinnugögn þeirra yrðu sótt með ofbeldi, og það af þeim tekið. Það skiptir líka miklu máli að Hæstiréttur skuli staðfesta það að vinnubrögð okkar hafi verið góð, og að við röskuðum ekki friðhelgi Jónínu Benediktsdóttur." Innlent Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira
"Þetta er mikill léttir fyrir íslenska fjölmiðlun," sagði Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, eftir að Hæstiréttur staðfesti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn 365 prentmiðlum og Kára Jónassyni, ritstjóra Fréttablaðsins. Jónína Benediktsdóttir höfðaði mál eftir að hafa lagt fram kröfu hjá sýslumanninum í Reykjavík um staðfestingu á lögbanni sem hún fékk lagt á birtingu á hluta úr tölvupósti, sem verjandi Jónínu, Hróbjartur Jónatansson, hélt fram fyrir dómi að hefði verið fenginn með ólögmætum hætti úr tölvupósthólfi Jónínu. Í dómi Hæstaréttar segir að lögbannskrafa Jónínu hafi verið of víðtæk. Jafnframt segir að umfjöllun Fréttablaðsins um aðdraganda Baugsmálsins hafi ekki gengið of nærri einkalífi Jónínu, þó greint hafi verið frá fjárhagsmálefnum hennar, þar sem þau hafi verið samofin fréttaefninu, sem varðaði almenning. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu, sagði niðurstöðu Hæstaréttar hafa komið sér verulega á óvart. "Ég hef ekki enn farið nákvæmlega í gegnum dóminn og get því ekki tjáð mig um forsendur Hæstaréttar fyrir niðurstöðunni. Ég tel þetta vera mjög óheppilega niðurstöðu. Kjarni málsins finnst mér vera þessi; finnst fólki það í lagi að almenningur geti lesið einkatölvupóst sinn í fjölmiðlum? Ég held að flestir svari þeirri spurningu neitandi." Sigurjón og Hróbjartur takast í hendur Máli Jónínu Benediktsdóttur gegn 365 prentmiðlum og Kára Jónassyni lauk í gær. Sigurjón Magnús Egilsson og Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu Benediktsdóttur, sjást hér takast í hendur eftir að dómur féll. Kári Jónasson og Jón Magnússon fylgjast með.fréttablaðið/stefán Jón Magnússon, lögmaður 365 prentmiðla og Kára Jónassonar, telur Hæstarétt hafa staðfest eðlileg vinnubrögð Fréttablaðsins í stóru fréttamáli. "Hæstiréttur segir í dómi sínum að miðað við hvernig efnistök Fréttablaðsins voru í málinu þá sé ekkert óeðlilegt við það hvernig fréttirnar af málinu voru unnar. Það þýðir, að það var í lagi að birta hluta úr tölvupóstunum sem um var rætt. Fréttaskrif um Baugsmálið voru eðlileg og réttmæt. Efni tölvupóstbréfanna hafði fréttagildi. Hæstiréttur segir því, að sú blaðamennska sem var viðhöfð, hafi verið til sóma." Sigurjón M. Egilsson telur góð vinnubrögð Fréttablaðsins, við fréttaflutning á aðdraganda Baugsmálsins, hafa verið staðfest af Hæstarétti. "Ef lögbannið hefði verið staðfest hefðu blaðamenn átt það á hættu að vinnugögn þeirra yrðu sótt með ofbeldi, og það af þeim tekið. Það skiptir líka miklu máli að Hæstiréttur skuli staðfesta það að vinnubrögð okkar hafi verið góð, og að við röskuðum ekki friðhelgi Jónínu Benediktsdóttur."
Innlent Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira